Sunnudagur 15. okt, 2006

Hæ,

Ákvað að krota enn og aftur. Hef fengið vingjarnlegar óskir frá 66 breiddagráðu um að það væri kominn tími á smá krot.

Héðan er allt gott að frétta og menn almennt sáttir við guð, dýr og menn. Ég verð í vinnu alla næstu viku hjá gardínuframleiðandanum Faber. Þeir eru með framleiðslu þar og ég á víst að hjálpa til á lager. Verður fróðlegt. Launin eru víst ágæt og vinnutíminn er 7 til 15, sem þýðir að Arnar Thor, sem er annálaður nátthrafn, þarf að koma sér í lóðrétta stöðu um hálf sex og taka rútu klukkan 6.

Annars er svo lítið að frétta af mér. Ég rembist við ritgerðarsmíð og það gengur mjög hægt en paníkin kemur síðar ;)

Ég fór í frábæran göngutúr í gær í frábæru veðri. Gekk frá Sólrúnu í gegnum skóginn heim til mín. Einstaklega ljúft og hugsaði um það hvað það er nú ljúft að búa hérna og sló á svona það mesta af heimþránni sem hefur plagað mig upp á síðkastið.

Danir eru annars mest uppteknir af því þessa dagana að koma sér í haustfrí með börnin sín, það er að segja þeir sem hafa færi á því. Vika 42 er haustfrísvika skólanna hérna í DK.

Jæja ég hef svo sem lítið að segja annað. þar til næst...góðar stundir.

Ummæli

Helgi sagði…
Gangi þér vel með ritgerðina, kæri vinur. Spurning um að frakta þig hingað þegar þú ert búinn.

Höskuldur.
Nafnlaus sagði…
Hjúkkittt

Gott að lesa að þú ert rólfær á ný eftir ritstífluna. Faber hljómar mjög spennandi, hef örugglega selt eitthvað gæðastöff frá þeim í Rúmfatalagernum í gamla daga. Lager er það svona geymslupláss eða þetta fljótandi gulleita sem fær engilsaxneskt fólk til að virka svona ljómandi lekkert ef þá drukkið þeim til samlætis? Eins og þú sérð er ég búin að vera of lengi heimavinnandi. Kveðjur úr kulda, slyddu og snjó á Akureyri.
p.s. fékk besög frá Danmörku í gær - mágkonan kom færandi hendi með Miracle Whip. Stórskrítið að það skuli ekki fást á Íslandi eins og við erum hrifin af Gunnars Majonesi.

Vinsælar færslur